Um Krók


  
Krókur er leiðandi aðili í flutningum og björgun ökutækja á Íslandi.
 
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
 
Þjónusta Króks er í boði allan sólarhringinn alla daga ársins og þjónustusími félagsins 522-4600 er alltaf opinn.
 
Starfsmenn Króks eru 17 talsins og hafa mikla reynslu af björgun og meðhöndlun ökutækja. 
 
Krókur hefur yfir að búa öflugum bíla- og tækjabúnaði til að sinna þörfum viðskiptavina sinna bæði stórum og smáum.
 
Þjónustumiðstöð Króks er að Vesturhrauni 5 í Garðabæ og er vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
 
Húsnæðið er rúmgott og rúmar umtalsverðan fjölda bíla auk þess sem útisvæði félagsins býður upp á mikla möguleika.
 
Húsnæði félagsins er skipt niður í nokkra sali þannig að aðgengi viðskiptavina er til fyrirmyndar og aðgreing milli verkþátta í starfssemi félagsins er tryggð.